mánudagur, október 03, 2011

það er alveg ótrúlegt hvað sumt fangar mann

mamma var að sýna Gabríel fingurbjargirnar sínar – og ég held að ég gæti setið endalaust og skoðað.  Fólk hefur verið svo duglegt að færa henni fingurbjargir allstaðar frá – öllum heimshornum. 

margar eru mjög venjulegar og “plain” – en samt koma þær frá löndum sem mig hefur ekki dreymt um að heimsækja einu sinni.  Sumar eru gerðar sérstaklega til að fanga ferðamenn og eru algjört skart – eitthvað sem á svo heima í glerskáp til sýnis. 

Einnig á hún gamlar fingurbjargir sem voru notaðar td í Belg, notaðar gamlar – sem gætu örugglega sagt frá svo mörgu…

fingurbjargir

Engin ummæli: