Á morgun held ég af stað suður á Bifröst. Með mér fara þær Ríma og Monica. Við ætlum að gista í Mývó annað kvöld og halda förinni áfram suður á föstudagsmorgun, en mæting er 13:00 á Bifröst. Ég kem ekki í bæinn eins og ég hafði ætlað mér. Gerði það sem ég ætlaði mér að gera sl helgi og hef bara ekki efni á að fara aftur í bæinn.
Öskurdagur í dag, ég er búin að heyra Bjarnastaðabeljurnar nægilega oft til að það endist mér út ævina - og margar nýjar útgáfur af Gamla Nóa. Kostur: nammiborðið!! Hver er í nammibindindi á öskurdag? (já ég stafa orðið svona - þið mynduð gera það líka í mínum sporum)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli