Jæja þá er ég búin að liggja í nærri viku, er samt staðin upp aftur og mætt til vinnu. Það var lítið um verkefnaskil, eða msn, bréfaskriftir eða það annað því flensan lagði mig alveg. Gabríel fór á leikskólann og gekk vel sem betur fer því þá gat ég legið í móki og verið "ekki" í 4 klukkutíma.
Á fimmtudag, 16. mars lést bróðir Hjölla. Hann hafði barist hetjulega við krabbamein sem réðst á beinflögur í andliti hans. Þessi barátta stóð í rúm 2 ár. Núna í janúar 2006 kom svo í ljós að það væri ekki hægt að bjarga lífi hans og var þá búið um hann svo honum liði sem best síðustu daga sína í þessu jarðlífi. Maður þakkar fyrir að hafa kynnst honum, jafnframt því lærði maður að meta það sem maður á og ekki taka hlutina sem sjálfsagða. Ég veit að honum líður betur núna þar sem hann er og er því þakklát að hann hafi ekki þurft að þjást lengur. Hann var fæddur 1969 og hann lætur eftir sig konu og 2 börn.
Á fimmtudag, 16. mars lést bróðir Hjölla. Hann hafði barist hetjulega við krabbamein sem réðst á beinflögur í andliti hans. Þessi barátta stóð í rúm 2 ár. Núna í janúar 2006 kom svo í ljós að það væri ekki hægt að bjarga lífi hans og var þá búið um hann svo honum liði sem best síðustu daga sína í þessu jarðlífi. Maður þakkar fyrir að hafa kynnst honum, jafnframt því lærði maður að meta það sem maður á og ekki taka hlutina sem sjálfsagða. Ég veit að honum líður betur núna þar sem hann er og er því þakklát að hann hafi ekki þurft að þjást lengur. Hann var fæddur 1969 og hann lætur eftir sig konu og 2 börn.
Blessuð sé minning hans.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli