miðvikudagur, mars 29, 2006

brjálað veður

Það er alveg snælduvitlaust veður úti. Komst til vinnu, en hefði alveg viljað vera heima. Verður ekki mikið að gera í dag ef veðrið heldur svona áfram.
Ég er ein, alein, í vinnunni. Elli er farinn í fæðingarorlof og Þórdís er í bjartsýniskasti og ætlar til A-eyrar í dag.
Ferð okkar norður gekk hinsvegar mjög vel. Vorum heppin með veður og færi. Gabríel þessi engill minn var eins og lítið ljós við afa sinn og ömmu á föstudag þegar við Hjölli vorum á jarðarförinni. Það er gott að eiga góða að.
Guð veri með ykkur og ég bið ykkur vel að lifa.

Engin ummæli: