miðvikudagur, maí 17, 2006

Góðan daginn


ég vaknaði við kvakið í syni mínum í morgun kl 7. merkilegt nokk þokkalega útsofin barasta! Oki, ég ákvað að prufa að nota sprey, þeas hrotusprey, og viti menn, allir sofa betur í húsinu. Hmmm... og ég er ekki lengur marin á hnénu eftir barsmíðar mannsisn míns um miðjar nætur. Versta er að ég vakna núna við hans hrotur. Reyna að fá hann til að nota þetta líka.
En Gabríel er orðinn hress og kátur. Sefur núna allar nætur, og ekkert vesen.
Hjölli er búinn að lakka allt uppi, og nú getum við farið að ferja dót upp á 3 hæð og taka hana í gagnið. Hér má sjá smá sýnishorn af þessari hæð : Sunnuhvoll 3 hæð. Ég fæ stórt herbergi undir mitt dót, semst tölvuna og allt föndrið mitt. Auk þess sem ég kem sófanum leikandi fyrir. Hlakka mikið til. Stór gluggi, útsýni til austurs og yfir fjörðinn.

4 ummæli:

Dóa sagði...

Þetta lítur voða vel út, til lukku með þetta.. hvenær heldurðu að ég druslist á austurlandið til að sjá þetta allt saman svona "live"??

Vonandi sem fyrst :)
knús og kossar!

Inga Hrund sagði...

Alveg hef ég misst af þessu fönduráhugamáli þínu, ertu ennþá að perla ? ;)

J?hanna sagði...

Vá, það er aldeilis að Hjölli hefur látið hendur standa fram úr ermum. Glæsilegt :)

Til hammó með nýju hæðina *knús*

J?hanna sagði...

Ég og Inga skrifuðum comment á sömu mínútunni... what are the odds? ;)