ég átti yndislega helgi. Fór suður til að vera við útskrift Dóu elskunnar. Þó svo hún mátti bara taka 2 með sér á athöfnina sjálfa þá samt er þetta stór dagur og gaman að fá að taka þátt í þessu líka!
Flaug suður á föst morgunn, átti góða stund með Röggu minni, sem er alveg mögnuð manneskja. Við átum á okkur gat á brilliat pizza stað - og slúðruðum mikið :o)
Föstudagseftirmiddagurinn fór í dekur og leti hjá Dóu og Önnu. Anna er svo mikill snyrtisnillingur að ég er með nýplokkaðar og litaðar augnBRÚNIR og gaman að fá að fylgjast með henni að störfum , ss vaxmeðferðum og þessháttar... ég á myndir en þær eru ekki ætlaðar viðkvæmum sálum.
Laugardag var startað í rólegheitum, Dóa gerir sig klára fyrir athöfn og fer í glæsilegan upphlut sem er í eign ömmu hennar. Sjálf verður hún hin glæsilegasta og stoltir foreldrar fylgja henni til útskriftar. Við Anna Kringluðumst á meðan þar sem ég fékk að misnota vísað hennar í brilliant búð Evans. Kaffihús með yndislegu kaffi og himneskri köku...
það sem var möst í Reykjavík var pizza og kaffihús, Ragga reddaði því strax á föstudeginum, en alltaf má endurtaka góða hluti :o)
Við Anna elduðum okkur læri, og hún farðaði okkur, svo flott hjá henni! Hún er bara snillingur stelpan!!
Héldum út á lífið, afskaplega hressandi, en þar sem ég átti snemma flug og var ekki að drekka (þar sem ég drekk ekki) þá fór ég snemma heim, þær stöllur voru á tjúttinu frameftir.
Gott að sjá þá feðga taka á móti mér á vellinum. Litla mömmuhjartað barðist ótt þegar hún sá littla gullmolann sinn, og knúsaði hann og fékk líka sovoooo stórt knús til baka að ekkert þá meina ég ekkert getur komið í stað þess eða verið í líkingu við það.
Talandi um gullmola.. þá er hann á þeim aldri, að hann finnur dót, sem honum þykir spennandi, og fer með það. Ok. ég fann hringinn minn, en ég get ekki sett símann minn í hleðslu þar sem millistykkið á hleðslutækið vantar, svo ýmislegt fleira sem maður er að finna á hinum ýmsu stöðum og aðrir hlutir sem maður finnur bara alls ekki.... maður þarf að hugsa alveg frá grunni , hvenær var sá tími sem hann hafði aðgang að þessu, hver var hans næsta hreyfing og hvert.... og svo fikra sig eftir því... getur verið nokkuð snúið...
Ok.. já ég er byrjuð að vinna - næstum því í gamla jobbinu hjá Bechtel, en ekki alveg - fínt barasta.
Flaug suður á föst morgunn, átti góða stund með Röggu minni, sem er alveg mögnuð manneskja. Við átum á okkur gat á brilliat pizza stað - og slúðruðum mikið :o)
Föstudagseftirmiddagurinn fór í dekur og leti hjá Dóu og Önnu. Anna er svo mikill snyrtisnillingur að ég er með nýplokkaðar og litaðar augnBRÚNIR og gaman að fá að fylgjast með henni að störfum , ss vaxmeðferðum og þessháttar... ég á myndir en þær eru ekki ætlaðar viðkvæmum sálum.
Laugardag var startað í rólegheitum, Dóa gerir sig klára fyrir athöfn og fer í glæsilegan upphlut sem er í eign ömmu hennar. Sjálf verður hún hin glæsilegasta og stoltir foreldrar fylgja henni til útskriftar. Við Anna Kringluðumst á meðan þar sem ég fékk að misnota vísað hennar í brilliant búð Evans. Kaffihús með yndislegu kaffi og himneskri köku...
það sem var möst í Reykjavík var pizza og kaffihús, Ragga reddaði því strax á föstudeginum, en alltaf má endurtaka góða hluti :o)
Við Anna elduðum okkur læri, og hún farðaði okkur, svo flott hjá henni! Hún er bara snillingur stelpan!!
Héldum út á lífið, afskaplega hressandi, en þar sem ég átti snemma flug og var ekki að drekka (þar sem ég drekk ekki) þá fór ég snemma heim, þær stöllur voru á tjúttinu frameftir.
Gott að sjá þá feðga taka á móti mér á vellinum. Litla mömmuhjartað barðist ótt þegar hún sá littla gullmolann sinn, og knúsaði hann og fékk líka sovoooo stórt knús til baka að ekkert þá meina ég ekkert getur komið í stað þess eða verið í líkingu við það.
Talandi um gullmola.. þá er hann á þeim aldri, að hann finnur dót, sem honum þykir spennandi, og fer með það. Ok. ég fann hringinn minn, en ég get ekki sett símann minn í hleðslu þar sem millistykkið á hleðslutækið vantar, svo ýmislegt fleira sem maður er að finna á hinum ýmsu stöðum og aðrir hlutir sem maður finnur bara alls ekki.... maður þarf að hugsa alveg frá grunni , hvenær var sá tími sem hann hafði aðgang að þessu, hver var hans næsta hreyfing og hvert.... og svo fikra sig eftir því... getur verið nokkuð snúið...
Ok.. já ég er byrjuð að vinna - næstum því í gamla jobbinu hjá Bechtel, en ekki alveg - fínt barasta.
2 ummæli:
Hæ elskan...takk fyrir góða helgi...
Langaði bara að óska þér til hamingju með nýju (gömlu) vinnuna þína...þú áttir hana skilið...Verðum bara að fara að endurtaka þetta fljótlega aftur...
Að vísu eru nú prófin komin og maður er ekki alveg með geðshræringuna í lagi....stutt í grátinn hjá bekkjarfélögum...Jæja heyrumst...bæbæ
Takk fyrir helgina mín kæra! Mér finnst svo frábært að þú skulir hafa náð að koma, þykir afskaplega vænt um það!!
Og til hamingju með vinnuna! Vinna er alltaf vinna, þótt að stundum gæti maður hugsað sér að gera eitthvað skemmtilegra!
Knús og kossar, vonandi sjáumst við fljótlega aftur!
Skrifa ummæli