12:20
Var að hefja hádegismatinn minn. Sit með bollasúpu, og sötra hægt, hún er svo heit... Og kók með, yumm. Djö gleymdi nefnilega makkarónuréttinum sem Hjölli eldaði í gær, hefði verið gott að hafa hann með í vinnuna og kjamsa á honum.
Helgin var afskaplega ljúf. Fórum “út að borða” á laugardag, semst hammara í sjoppunni á Reyðarfirði. Syni mínum finnst alltaf svo gaman þar, svo margt að skoða. Vildi óska að ég væri svona eins og hann – þarf svo lítið til að gleðja.
Tengdapabbi kom á fimmtudag og fór laugardagsmorgun. Hann var að selja Hvamm. Skrýtin tilhugsun að Hvammur sé ekki “option” lengur. Ekkert fiskerí þar eða hænur. Og maður á margar góðar minningar þaðan. Vona að nýjir eigendur fari vel með staðinn og hugsi um húsið og sálina sem þar er (draugana).
Sunnudag fórum við í sund á Eskifirði. Sonur minn er svo mikill selur, vatnið hræðir hann sko ekki. Hann vill ekki lengur fara í litlu rennibrautina – sú stóra er sko málið! Og bíllinn, litli leikfangabíllinn sem hann fékk á laugardeginum skildi sko með annars færi hann ekki í laugina!!
Við lékum okkur helling í gær, og hann er alltaf að bæta við í orðaforðann. “mamma le” þá á ég að lesa, “kubakuba” þá á ég að koma og kubba með honum, og núna er “mamma sa” þá á ég að koma og sjá. Svo eru bara fullt fullt af orðum sem hann er farinn að mynda, og hann reynir alltaf að herma. Litla ungbarna talið hans, semst “bullið” er hætt. Og hann er farinn að segja “já” og “nei” á réttum stöðum, þegar púkinn er sofandi... ef púkinn er til staðar þá notar hann “nei” frekar, og hlær ..... yndislegur!
2 ummæli:
Getur maður þá sent þér verkefni sem þú getur unnið ef það er mikið að gera í vinnunni hjá manni :)
Ég myndi skrá mig aftur í fjarnámið ef það er líklegt að þetta haldi áfram að vera svona rólegt!
nema ég yrði teking og hengd upp á stórutánni ef ég myndi fara að læra hérna... ástralskir / bandarískir vinnuveitendur eru ekki eins líbó og hinir íslensku...
Skrifa ummæli