Góðan daginn og “gleðilegan” mándudag
Ég er mætt,.. aftur .... í vinnuna mína þar sem ég upplifi mig sem þann ónýttasta starfskraft veraldar í augnablikinu. Komin klukkan 08:20.. og fæ mér kaffi, les moggann á netinu, les blogg, athuga póstinn, les meiri blogg, fasteignaauglýsingar og atvinnuauglýsingar. Og klukkan er bara 09:20... klukkutími liðinn. Blehh.. . This will be a very long day. Bólar ekkert á yfirmanni mínum. Já einn dag sl viku mæti ég of seint og þá var hann hérna, “Gudrun I missed u this morning” - en hinir dagarnir, sem ég er hérna , er ég algjörlega atvinnulaus.
Annars mætti ég ekki í 2 daga sl viku vegna veðurs, go ég skammast mín ekkert fyrir það. Nema ég varð hálf hvummsa þegar ég heyrði að það væru rútuferðir á milli Fásk og vinnunnar. Hafði ekki hugmynd um það. En litli bíllinn minn er ekki glaður í svona færð. Þetta er jeppafærð og ég nappaði Fordinum í morgun, mega gella á jeppa :o)
Helgin var ljúf eins og alltaf. Sonur glaður og kátur. Ætluðum að versla á laugardaginn en Gabríel svaf frá hálf eitt til hálf fimm. Þá var orðið of seint að brenna til Egs að versla, fórum í gær í staðinn. Sonur vill sofa svona vel regluelga. Við höfðum vaknað snemma um morguninn, fórum og hömuðumst í íþróttahúsinu. Þá var minn bara búinn og steinsofnaði eftir pastadiskinn sem hann fékk í hádeginu. Það besta er að þetta hefur engin áhrif á hans 12 tíma nætursvefn. Gott að hann getur sofið þessi elska.
2 ummæli:
Ég er mjög hlynnt því að vinna sé lögð niður ef vindur er meiri en 15 m/s.
Það væri fínt sko.
Hæhæ.
Solla Ósk hér :-) Verð að viðurkenna að það er soldið síðan ég kíkti við á síðuna þína... ég er orðin afskaplega löt að skoða blogg. Hihihi.
Kíkti á myndir af Gabríel :-) afskaplega fallegur og ánægt barn að sjá :-) til hamingju með að eiga heilbrigðan og hamingjusaman son. Það er ómetanlegt.
Ég sá kommentið frá þér um daginn en trassaði jú að skrifa til baka. Ég er hér útí London og gengur vel í nýja skólanum.
Vona að vinnan þín hressist nú eitthvað við :-) já eða að þú fáir aðra hressari vinnu... gengur nú ekki að vera í endalausum kaffipásum þá líður dagurinn ekki neitt ;-)
Bestu kveðjur til fjölskyldumeðlima og ég vona að þú hafir það sem allra bestast í kuldanum á Íslandi ;-)
kv. Solla Ósk
Skrifa ummæli