fimmtudagur, febrúar 08, 2007

Back to work...life...


og þá er þetta loks yfirstaðið. Og maður er kominn út á meðal fólks. Svakalega finnur maður fyrir því að vera einn í bænum á svona stundum... Varð td að klæða barnið mitt út í gær til að fara í apótek til að kaupa hitamæli! (hinn rann til og datt í flísarnar go brotnaði) En sem betur fer er barnið mitt hraust og apótekið er nálægt. Og svo bara einveran.. enginn í kaffi, enginn að kíkja við. Bara við Gabríel. Sem betur fer er sonur minn það besta í heimi. Manni leiðist sko ekki í nærveru hans, og hann er svo hjartahlýr og góður, klár og skemmtilegur. Hugsa alltaf um hve heppin ég er um að eiga svona hraustan go duglegan strák! Á þessum 2 árum sem hann hefur lifað hefur hann bara 2 orðið svona almennilega veikur - bæði skiptin þegar hann er að byrja á leikskóla! Það bítur fátt á hann og hann fékk ekki í eyrun með þessu! Hann er hetja!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta fer að styttast....bráðum kem ég norður og þá verður sko kíkt í kaffi & svo er Sylvía að koma á Akureyri....eða er það ekki....tekur það sem sjálsagðan hlut að allir fari í skóla á norðurlandinu...en ef að hún gerir það ekki...þá er ég að koma eftir smá tíma....sakna ykkar mikið...heilsa úr Laugaveginum.
Knús og kossar....smu

Nafnlaus sagði...

Þið eruð algjör krútt..... ;)
Sakna ykkar. Vonandi fer ég nú að koma mér norður í heimsókn. Það er á stefnudagskránni en svo undarlega vill til að það er ekki frítt hérna á milli þannig að það er spurning hvernær verður af því.
Kv. Vilborg