og pestin herjar á mig lika. Ég er í vinnunni - en vildi óska ég væri heima í bleiku frottesokkunum mínum, undir teppi/sæng. Meira að segja tölvan heillar ekki, svo það er mikið í gangi, hor, hiti, hausverkur, augnverkur, beinverkir...
Litli knúsustrákurinn minn er í sveitinni. Sakna hans. Þakka fyrir að eiga góða að þar sem geta hugsað um hann svo ég geti unnið.
En Dóa mín á afmæli í dag!!! Hún fær að testa aldurinn á undan okkur Önnu G. - en ekki í langan tíma þar sem þetta er óumflýjanlegur andskoti að eldast!
Innilega til hamingju með daginn í dag hjartaknúsan mín!!!
2 ummæli:
Þakka þakka þakka!!
Það er svo mikið stuð í gömlu konunni að hún er komin í náttfötin og íhugar alvarlega hvort að það sé nokkuð of snemmt að fara að sofa.. og klukkan er átta!!
Lífið er yndislegt!
Knús tilbaka!
Pfft! þið eruð báðar eins og smástelpur :)
Og muniði þarna.. the thirty's is the new twenty's og allt það :)
Ljótt að heyra að þú sért lasin, Guðrún mín. Fáðu þér C-vítamín og lýsi. Luvya.
Skrifa ummæli