fimmtudagur, febrúar 15, 2007

gubbupúki

og sonur minn tók upp á því að byrja að gubba á mánudaginn. Mátti fara fyrr úr vinnu og sækja hann í skólann. Og núna er Alli farinn í frí, og Jónas er í Frakklandi, svo við Reynir erum bara tvö með búðina. Og þar sem hann er ekta yfirmaður þá er hann mikið á fundum, og ég get bara ekki tekið mér fleiri daga frá vinnu. Svo mínir yndislegu foreldrar eru með son minn. Fór með hann þangað á þriðjudagsmorgun fyrir vinnu. Var ein heima á þrið.kvöld- svakalega einmanna sérstaklega um morguninn. Var svo tómlegt í íbúðinni. Saknaði litla mannsins míns svo rosalega - kom mér frekar á óvart hve mikill söknuðurinn var og var hann ekki langt í burtu.


Og núna er hann að hressast. Hann er enn í sveitinni, en neitar alveg að borða. Hann drekkur en borðar ekki neitt. Elsku kallinn minn litli. Ég vona að þetta sé restin. Vona að næsta vika verði eðlileg.


Mér finnst svo erfitt að biðja um pössun, og erfitt að skilja hann svona eftir, að keyra í burtu og hann grætur á eftir mér vegna þess að hann hefur varla séð mig þessa vikuna.
Hann er litla hetjan mín þessi elska.

2 ummæli:

Inga Hrund sagði...

Getur mamma þín ekki verið au-pair hjá þér :)

Solla sagði...

Vona að hann sé búinn að jafna sig litli gaurinn.

Aldrei að vita nema ég nái að kíkja á þig þegar ég fer Norður næsta sumar.