jamm - þegar ég vaknaði í morgun leið mér eins og manneskju aftur. Enginn mega hausverkur, hor eða eyrnaverkur sem gerði það að verkum að lyfta haus af kodda væri ógerlegt. Og ég fattaði að það væri föstudagur og þetta væri 3 dagur minn heima í veikindum. Í gærmorgun þá vissi ég ekki vikudag, eða hve lengi ég hafði verið heima, eða neitt var hreinlega út úr kortinu.
Í morgun langaði mig meira að segja í kaffi! og sá var ljúfur bollinn! Ég hef ekki getað verið í tölvunni, ekki getað gert neitt, nema bara legið og stytt stundir með NCIS og skjánum.
Sonur minn er enn í sveitinni og veit ég að fer vel um hann. Sakna hans ógurlega, en ég veit að ég hefði aldrei getað sinnt honum sem skyldi núna sl daga. Er ég því óendanlega þakklát þeim öllum fyrir aðstoðina. Mamma og pabbi hafa verið með hann og gullmolarnir systir mín og hennar lið fært honum dót og sinnt honum líka!
Ég vona að mér líði það vel í dag að ég komist uppeftir.
Eigið góða helgi!
1 ummæli:
Ég er sko viss um að ísinn og súkkulaðið og snakkið og gosið hafa reddað þér yfir í land lifenda!
Vona að þú getir hitt snáðann þinn í dag.
Eigðu góða helgi mín kæra!
Skrifa ummæli