búin að eiga upp og niður daga í vikunni. Frábær helgi, Þórhalla systir og sonur hennar komu í heimsókn. Þau voru að keppa á Dalvík á skíðum og það styttir rúntinn þeirra þessa daga að gista hjá okkur. Og er nú búið að prufukeyra Tjarnarlundinn í gestastússi og kom þetta vel út allt saman.
Svo niðurdagur á mánudag þar sem sonur fékk í eyrað kvöldið áður. Sváfum ekkert um nóttina. Var kíkt í eyrað á mánudag og er það í lagi núna. Hann þarf ekki einu sinni sýklalyf hann er svo hress og hraustur að eðlisfari. Hristir þetta af sér. Ég náttla fékk samviskubit; hvar hef ég nú klikkað?? En læknirinn sagði mér að ég væri að gera allt rétt, þetta væri sýkill venjulega í hvers manns nebba, og hann hefði getað blómstrað bara við að strákurinn fengi flensuna þarna um daginn, eða einhver krakki á leikskólanum verið að bera þetta um.
Þriðjudagurinn var mjög fínn. Brynja saumó kom í vinnuferð norður og fengum við að fara út að borða saman á Greifanum í boði vinnunnar. Mjög gaman að hitta hana! Ég kláraði skattaskýrsluna og fékk veður af utanlandsferðinni sem verður árshátíðin okkar í haust. Sonur alltaf yndislegur.
Í gær var downdagur og nær hann að teygja sig yfir á daginn í dag. Stundum eru bara ljósupunktarnir í tilverunni svo afar langt í burtu að maður sér varla glitta í þá.
Málið er held ég að nú er ég búin að vera í brjálaðri keyrslu síðan í desember. Og svo margt búið að ganga á go eitt leitt af öðru. En núna eru 2 vikur sem bara hafa verið venjulegar. Og ég er ekki að ná að tjúnna mig niður aftur. Er yfirspennt, yfirstressuð, og er með áhyggjur af öllu mögulegu og næ ekki að slaka á. Ég er alltaf þreytt, sef ílla, vakna jafn þreytt og þegar ég fór að sofa. Hádegismaturinn fer í að hlaupa og gera það sem ég þarf að gera fyrir heimilið þar semég hef engan annann tíma til að td versla.
Ég hef hugsað um að fara aftur á þunglyndislyfin mín, á þau uppi í skáp. En þau halda bara svo djöfulli fast í aukakílóin. Og ég hreinlega langa ekki til að byrja að reykja aftur.
1 ummæli:
Hang on there!
Ég skil þig vel, mínir dagar verða stundum svona svartir líka. Ég stressa mig yfir náminu og öllu mögulegu og ómögulegu.
Það góða er að það koma góðir dagar líka.
Kveðja
Solla
Skrifa ummæli