jæja - þá vona ég að þetta sé síðasta skiptið í veikindum í bili. Hæsi og hiti er búið að vera að bögga litla manninn minn og erum við heima..
Við áttum snilldar helgi hreint út sagt. Gistum í Fellshlíð í góðu yfirlæti á laugardagskvöldinu. Alltaf gott að koma þangað. Gabríel alveg fílar sig í botn þar. Blíða er hins vegar ekki alveg hrifin af honum, finnst hann bara leiðinlegur. hehe - hann er á ærslaaldrinum.
Við eldra fólkið létum fara vel um okkur þegar hann var sofnaður með rautt og bjór. Við Anna böbluðum frameftir og þegar Cornellinn var settur í þá lét Hermann sig hverfa.. I wonder why..
Þar sem Dóan okkar var fjarri öllu gamni þá hringdi hún í okkur - og við fórum að hlakka mikið til jólanna þegar við allar ætlum að hittast í Fellshlíð. Þá er einmitt spurning um hvort ég fái ekki bara gistingu handa syninum í afahúsum.
Sunnudagurinn var góður. Fórum í sveitina og sonur tók miðdegislúrinn sinn þar. Hann varð hissa þegar hann vaknaði og sá langömmu sína og langafa. Hann dró langömmu sína inn í herbergi og lokaði. Vildi eiga hana alveg einn útaf fyrir sig. Sýndi henni dótið sitt go bækurnar. Hann fór með afa sínum í "afabíla", og þeir fóru í búðina. Honum finnst rosa gaman að fara bara einn með afa sínum. Og kom heim með bíla..
Núna er hann í stofunni - bleyjulaus. Hann lofar öllu fögru um að láta mig vita þegar hann þarf að pissa. það verður bara að koma í ljós. En hann tók frumkvæðið í að fara í brók og sleppa bleyju !
óskið okkur góðs gengis :)
Steik hjá pabba - alltaf gott að borða þar :)
1 ummæli:
Gangi ykkur vel í bleyjuleysi !
Skrifa ummæli