jámmm - Loksins er þetta að koma hjá okkur!!! Sonur var í sveitinni út vikuna sl og ég fór uppeftir á föstudeginum. Var í hreinni afslöppun. Ekkert að hanga á netinu eða vaka eitthvað frameftir, bara hafa það náðugt.
Hlakka svo til þegar rollur koma í hús - til að geta farið og gefið, verið innan um skepnurnar, hefur svo góð áhrif á mann.
Nú - á morgun fer ég svo með soninn aftur í sveitina. Hann fær frí á leikskólanum á föstudaginn. Við Íris ætlum að brenna suður á morgun. Gistum á hótel loftleiðum - íris á svo góða vildarpunkta - ég borga í víni til baka.
En við skvísurnar verðum á EJS Auris. Getum leikið okkur í bænum og farið í rólegheitunum upp á völl.
Flogið út á föstudag - seinna holl EJS. Árshátíð laugardag. Verslað sunnudag :p - jólagjafir bebí!!! og heim á mánudagskvöldið.
þetta verður bara snilld!!!!
sendi kannski mms myndir á bloggið so stay tuned!!!
3 ummæli:
Jiii hvað ég öfunda þig að vera að fara í skemmtilega borgarferð!
Skemmtu þér hrikalega vel, og njóttu hverrar sekúndu! Ég hugsa til þín á milli lærdómstarna yfir helgina! :)
Knús, Dóa!
Góða skemmtun.
Solla
Skemmtu þér vel, skvís!!!!
Skrifa ummæli