miðvikudagur, nóvember 21, 2007

33 dagar til jóla...


og hér gengur lífið sitt vanagang. Ekkert mikið um að vera, vakna, vinna, sofa. Sonur er alltaf jafn yndislegur. Vorum heima sl helgi. Nutum þess í botn að vera bara tvö heima og hafa það gott. Vont veður, gerði bara hlutina meira kósí.

Styttist til jóla. Sem betur fer búin með jólagjafastússið - kláraði það í Búdapest, agalega þægileg tilhugsun að þurfa ekkert að stressa sig. Næsta helgi er plönuð undir jólakortaföndur. Síðasta helgi var piparkökuföndur.. sem heppnaðist ekkert afskaplega vel, nema það var rosalega gaman hjá okkur, en kökurnar eru óætar hahahahaa!!

Skúffukakan sem við bökuðum á mánudaginn var hins vegar miklu betri :) Já ég er að njóta þess að eldhúsið mitt er talsvert rýmra en það sem ég var í og er hægt að baka og elda þar - nóg pláss. Ekki kannski eins huge og eldhúsið mitt fyrir austan var en nóg fyrir okkur Gabríel :)

Ég setti myndir inn á netið frá þessum tveimur bökunnarviðburðum.

Eigið góðan dag elskurnar mínar, og þið í Hollandinu - sakna ykkar ógurlega !!!

1 ummæli:

Ragga sagði...

Sakna tin lika elsku vinkona,
Eg fekk loksins tol og taeki fyrir internet tengingu heim i gaer ennnnn tad er vandamal med simalinuna og eg tarf nuna ad bida i viku i vidbot til ad fa einhvern heim til ad lita a og laga. Eins gott ad tad virki tvi eg er ordin adframkomin af tvi ad geta ekki notad msn til ad hittast og spjalla.
Kossar og knus fra Rotterdam