mánudagur, júlí 07, 2008

Ógissleg hálsbólga

og til að komast til læknis verður maður að fara í annað sveitarfélag!!

Á tíma uppi í sveit í dag á meðan þar sem ég er á biðlista eftir heimilislækni þá þarf ég að fara í opinn neyðartíma - og það þýðir klukkutímabið á biðstofu og með einn 3 ára þá gengur það bara ekkert upp! Tala nú ekki um ef maður er að hengjast sjálfur. Náttla ef barnið manns væri að hengjast þá myndi maður í þessu tilfelli borga nokkra þúsundkalla og fara á neyðarmóttökuna á sjúkrahúsinu. 

Átti símatíma í morgun "ég vildi nú fá að skoða þig áður en ég skrifa út sýklalyf" segir doksi... og ég spyr "áttu þá tíma handa mér í dag þar sem ég er að hengjast núna og svaf ekkert í nótt og þetta leiðir úti í eyru, enni og kinnbein?  " - "nei ég á ekki tíma í dag en þú getur alltaf mætt í opinn tíma klukkan 3" ekki alveg option hjá mér í dag þar sem ég er að drepaste og það er hrikalega erfitt þegar maður er lasinn að fara með guttann með og hafa ofan af fyrir honum í allavega lágmark klukkutíma bið... - þessir opnu tímar eru mjög góðir þegar maður er ekki að drepast.

Svo við uppí sveit. 

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Láttu þér batna sem fyrst.
Solla