laugardagur, júlí 12, 2008

Út á vatn!!

Já það er ekki svo heiðskýrt hjá okkur í dag.  Vorum reyndar á eyrinni í vikunni - héldum við værum að fara í útilegu en karlpeningurinn í ættinni eru svo miklar kuldaskræfur að þeir ákváðu að fresta útilegunni þar til sennilegast næstu helgi.  Iss - ok þá það - en ég fer með minn son um leið og gott veður kemur - er ekkert voða spennó að fara í dag. 

En byrjum daginn á því að fara út á vatn - Þegar sonur var búinn að sofa til níu! - já hann svaf til níu!!! Hann á líka úthvílda mömmu í dag :)

Þetta er hans fyrsta bátsferð.  Bjóst við að hann myndi flögra um leið og mótor var settur i gang því hann ætlaði sko að fara með "skóflurnar til að lemja hákarlana í vatninu"  ... þá átti hann við árarnar.  En þetta var alveg hið besta skemmtun og hann naut sín virkilega þarna úti á miðju vatni.  Kallaði reglulega á afa sinn að hann yrði að passa sig að keyra ekki á ungana sem eru þarna líka.  Sá stutti með þetta á hreinu!

Þetta var virkilega hressandi og við fáum vonandi að fara með þegar tékkað verður á netunum :) - allavega trallaði sonur "ég lagði netin með afa"

DSC02501

Engin ummæli: