miðvikudagur, desember 10, 2008

Dagurinn í dag var góður dagur...

Í gær reyndi ég að herða stofninn og sendi strákinn í skólann með hornös.  í dag var ég hreinlega ekki með samvisku í það.  Pabbi hans ætlaði að annast hann á meðan ég var í atvinnuviðtali en svo birtust foreldrar mínir óvænt í stigaganginum :o) Svo mamma fékk heiðurinn af þvi að leika við hann. Hann er reyndar afskaplega hress og fer að öllum líkindum í skólann á morgun, annars fer hann til pabba síns :o)

Eníveis. Viðtalið gekk eins og viðtöl ganga.  Manni finnst manni aldrei ganga vel.  Mér fannst ég ekki ná til þeirra, en svaraði öllu og var aldrei rekin á gat.  Heiðarleg og skilmerkileg svör, og þar sem ég hef mikla reynslu á þessu sviði þá kom ég hvergi að tómum kofanum.  En samt var ég ekki alveg nógu ánægð og var alls ekki bjartsýn. 

Gaf foreldum mínum kjötsúpu í hádeginu.  Það er stórt skref að fá hrós fyrir matargerð :o) og þau voru mjög ánægð með súpuna !! sko ég er alveg að verða meistari í matargerð !!

Þetta var afskaplega notalegt að hafa þau hjá okkur þó stutt væri. 

Um tvö er hringt, ég þekki númerið - ætlaði varla að þora svara.. bjóst ekki við svari svo fljótt.  Og viti menn ÉG ER KOMIN MEÐ VINNU!!!! ég hreinlega dansaði stríðsdans og fékk oföndunnarkast og talaði uppi í háa céinu....  - ekki við þær, en við mömmu og pabba og Dóu...

spennufall aldarinnar. 

Og um 18:00 var sonur minn var gómaður svona:

 DSC04334

Jámm - góður dagur í dag !!!

 

4 ummæli:

Dóa sagði...

Til hamingju enn og aftur með nýju vinnuna! Það reddast alltaf allt!

Dansa gleðidansinn fyrir þig! :o)

Nafnlaus sagði...

Frábært, innilega til hamingju, það munar sko um að vera ekki með áhyggjur af vinnu.

Hvenær byrjarðu á nýja staðnum?

kk
Solla

Nafnlaus sagði...

Til hamingju til hamingju :) frábært :)
Eikin

Ragga sagði...

Innilega til hamingju með nýju vinnuna elsku vinkona :) aldeilis góðar fréttir... kossar og knús
Ragga