já ég held það bara.. hann ljómaði í morgun þegar afi hans hringdi og sagði að þau kæmust í afa og ömmu kaffi sem er á Flúðum í dag. Ég vissi ekki hvert hann ætlaði- þyrlaðist um og flaug í fötin. Pabbi tók daginn í fyrrafallli til að geta komist og ég mér finnst það svo frábært. Þetta skiptir Gabríel svo miklu máli. Mér hefur alltaf þótt það leiðnlegt hvað hin amman og stjúpafinn láta hann afskiptalausan. Og oft velt því fyrir mér hvað ég á að segja við Gabríel þegar hann fattar það að hann td fær aldrei afmælis eða jólapakka frá þeim... Kannski verður hann bara orðinn svo vanur því. Ég var vön að leyfa þessu að fara í pirrurnar á mér, fannst þetta svo leiðinlegt Gabríels vegna,. En ég hætti því. Svona er þetta bara. Enda þakka ég fyrir hvað foreldrar mínir eru yndislegir.
Nú er helgin framundan. Vilð sonur ætlum í sveitina í dag. Að skoða sleða, horfa á mótorhjól úti á vatni á morgun og slappa af. Njóta þess að vera í helgarfríi saman hjá mömmu og pabba :o)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli