Á mánudag hringdu þær í mig á Flúðum; sonur minn slasaður.. Ok - allar hugsanirnar sem flæddu um hugann úffff..
Ég sæki hann um tvö. Við uppá slysó. Þar tekur við um 2 tíma ferli á skoðun og myndatöku. Og sem betur fer þá er molinn minn ekki brotinn! ég var farin að sjá hann fyrir mér í gifsi uppá hné.
Ég var farin að sjá þúsundkallana fljúga í burtu á FSA með allar þessar myndir og allt fólkið sem við urðum að tala við. En við fengum góða þjónustu og gott fólk greinilega að vinna þarna á FSA. Og þar sem kiðlingurinn minn er bara 4 ára og þetta var leikskólaslys þá borga ég bara um þúsund krónur í "umsýslugjald"
Ég var mikið hamingjusöm með þetta.
Nú við sonur erum heima næstu 2 daga. í gær þá var hann farinn að skríða um íbúðina og verða nokkuð sjálfbjarga, svo ég ákvað að hann gæti farið í leikskólann í dag - með samþykki kennaranna hans auðvitað :) Þakka bara fyrir hans góða jafnaðargeð. Hann er vanur því að geta verið um allt, gert allt, ekki hans stíll að sitja bara kjurr og geta ekki gert það sem honum sýnist. En hann tók þessu vel, var ofboðslega duglegur. hann var orðinn soldið leiður á inniverunni í gær hinsvegar svo við fórum á rúntinn.
Fórum á Glerártorg. Setti kútinn bara í innkaupakörfu og trillaði honum um í henni :) hann fékk ís og dekur auðvitað! ég fékk lánssíma hjá Vodafone - já minn er farinn aftur í viðgerð. Ég var ekki kát.
Annars kom Sylvía Ósk við á mánudag og færði honum nammi - skoraði mörg stig fyrir það hjá mínum manni ! - hann varð ekkert smá góður með sig. Þriðjudag fengum við Önnu úr Fellshlíð í heimsókn, alveg frábært að fá smá Önnuknús í miðri viku :)
Setti súbbann í skoðun! og hann fékk skoðun - án athugasemda! ég ekkert smá montin!!!
Núna er helgin framundan. Hlakka bara til hennar :)
4 ummæli:
Batakveðjur til aðalgæjans fyrir Norðan.
Ég lenti í svona fótaslysi þegar ég var um 3ja ára. Reyndar ekki í leikskólanum heldur bara úti í sveit. Þá var pabbi að fara að dreifa skít og ég átti að opna hliðið, hljóp meðfram skítadreifaranum en var ekki heppnari en svo að ég rann til og fóturinn lenti undir honum. Sem sagt faðir minn keyrði yfir mig á fullum skítadreifara ;)
Ótrúlegt en satt þá brotnaði fóturinn ekki (hefur örugglega hjálpað til að bæði fóturinn og undirlagið var mjúkt) en ég var skríðandi um og hoppandi í langan tíma.
Pabbi hefur ekki keyrt yfir mig aftur...ennþá ;)
kk
Solla
haha æ Solla mín það hefur nú ekki verið gott :)
en hvernig er það ertu á leið með strák??
kv Guðrún KV
Já, það er lítill stráklingur á leiðinni um miðjan apríl. Við fjölskyldan erum farin að hlakka mikið til :) Það verður gaman að sjá hversu ólík systkinin verða.
Kveðja
Solla
awww en gaman !
það er fullt af krílum að koma í heiminn núna !
Vona að ykkur gangi allt vel og þér líði vel :) - og svo auðvitað verður þú dugleg að pósta inn myndir hehe
knús
Guðrún K
Skrifa ummæli