ég er stolt mamma Spidermans í dag :) Hann var ekkert smá kátur að fá að fara í spiderman búningnum í skólann. Þegar við komum þangað þá tóku annar spiderman og batman á móti okkur.
Bíllinn minn fór í gang. Fór og sótti nýjan rafgeymi í hann og þeir voru svo indælir á Olís stöðinni við Tryggvabraut að smella honum í fyrir mig líka :) á meðan sofnaði fótbrotna barnið mitt værum síðdegisblundi í bílnum. Fannst þetta greinilega virkilega notalegt.
Ég sótti hann þrjú. Dagarnir eru allt of langir fyrir hann svona, á meðan hann er brotinn. Núna krosslegg ég putta um að þeir nái að halda Víkurskarðinu opnu í dag. Sæki hann í hádeginu og fer með hann uppeftir. Planið er að slá kött úr tunnu þar. Og svo ætlar hann að verða eftir hjá afa sínum og ömmu. Það er skítaveður úti.
Er að hlusta á börnin syngja niðri. Núna er ég ekki í miðri eldlínunni við nammiafhendingu. Þetta er ágætt. Gaman að heyra mismunandi lög, en alltaf eru Bjarnastaðabeljurnar vinsælar. Best þó enn sem komið er að heyra lagið Sonur Hafsins með Ljótu Hálfvitunum. Og krakkarnir tóku það býsna vel, allavega gat ég sötrað kaffið mitt við skemmtilegt lag.
Eigið góðan dag í dag vinir og fjölskylda nær og fjær!
Gabríel við rafgeymaskiptin.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli