ég er algjörlega andlaus og komin í sumarfrí í huganum. Sakna Gabríels. Er samt búin að eiga góða viku. Kaffihús og dekur.
Byrja í fríi á morgun eftir vinnu. Sæki son minn þegar búin að vinna. Áætlað er að fara og horfa á bílaspyrnuna á laugardaginn. Og svo jafnvel í sveitina þá um kvöldið. Mig langar afskaplega í útilegu á sunnudag í Ásbyrgi eða Hljóðakletta. Og ef veður helst sem spáð er þá ætla ég að drífa mig.
Fellshlíð svo til Önnu og Hermanns. Gabríel er farinn að tala mikið um að fara þangað. Hann veit að ég er búin að vera svolítið þar núna og hann er held ég barasta abbó :o) svo ég get ekki annað en farið með hann.
Ætli maður haldi svo ekki í sveitina eftir það. Á bara 3 vikur og þær verða nú fljótar að líða.
Átti alveg frábæra helgi síðast. Hittumst vinkonurnar í Fellshlíð. Mikið spjallað og hlegið. Góðir tónleikar á laugardagskvöldinu með Hálfvitunum. Og svo pjúra leti á sunnudag. Var í náttfötunum allan daginn og skammast mín ekkert fyrir það :o)
2 ummæli:
Njóttu þess að vera í sumarfríi, eiga tíma með Gabríel, fara í útilegur og setja tærnar upp í loft!
Vikurnar koma öruggulega til með að líða alltof hratt! :o)
Knús!
Hey...where do subscribe around here? I can't read the Icelandic to subscribe! Bah!
Skrifa ummæli