já þessa dagana er lífið bara gott. Við sonur erum bæði hraust og kát. Var spurð að því um daginn “hvernig er það – veikist sonur þinn aldrei??” ég fór þá og flétti upp á blogginu hans og fyrir utan hlaupabólu í janúar og fótbrot í febrúar þá hefur hann ekki fengið pest síðan í desember – akkúrat dagana sem ég var í starfsviðtali vegna Orkusölunnar :o) – svo með sanni má segja að sonur minn sé þokkalega hraustur. Þrátt fyrir nokkrar hornasir og hósta stundum þá er hann aldrei lasinn með hita og slen.
Súbbinn okkar þurfti smá viðgerð hjá pabba um helgina. Þar sem pabbi minn er einn duglegasti maður sem ég þekki þá var hann ekkert að bíða með þetta og súbbinn var klár á þriðjudag :o) – og aldrei betri ! Takk elsku pabbi minn :o)
og Inspiron lappinn minn fór í viðgerð á mánudaginn 2 nóv, vegna móðurborðsins, eina ferðina enn… Og þessar elskur í EJS skiptu henni út fyrir mig, er núna með litla xps 1330 vél - sem er algjör draumur í dós !
Ég er nokkuð orðin klár á jólagjöfum og er jafnvel að spá í að klára dæmið bara um helgina – væri það nú ekki dásamtlegt að vera búin með jólagjafakaupin um miðjan nóvember…??
- já og btw – fer í klippingu á föstudag –stutttttt !!!!
Knús á línuna !
Engin ummæli:
Skrifa ummæli