hafið þið tekið eftir því að það er alltaf miðvikudagur ? mér finnst alltaf vera miðvikudagur. Íris vinkona benti mér á þetta eitt sinn í EJS og hún hafði rétt fyrir sér – maður tekur eftir miðvikudögunum.
Hjónaball var bara snilldin ein. Maturinn virkilega gómsætur, enda var ekki við öðru að búast þegar Hermann var í nefnd. Skemmtiatriði fín, ekki of mörg svo maður náði að spjalla og hlæja með borðfélögum sínum og taka fyndar myndir – sem eru enn undir ritskoðun :o)
Ég er bara kát. 50 dagar til jóla. Sonur kátur. Ætlum í sveitina næstu helgi. Vona að lappinn minn verði kominn úr viðgerð þá… Honum datt í hug að hætta bara að virka á sunnudagseftirmiddegi – búin að vera þægur og fínn í háhraðanetinu í Fellshlíð.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli