Yndislegt veður í dag!! Sólin skín og frábært veður, enda snilld að byrja daginn á sundspretti fyrir vinnu á svona degi.
Við sonur höfum átt góða daga undanfarið - helgin var fín - gott að eiga auka dag í fríi. Eftir að hafa farið að vinna alveg aðra hverja helgi þá finnst mér ég vera alltaf í vinnunni. Kíktum í Fellshlíð og Blíða á svo yndislega hvolpa! Þeir voru rétt farnir að sjá og bara tveir komnir með skott uppí loft. Sjö stykki - hver öðrum fallegri!
Í sveitinni var gott að vera um helgina. Mánudag var svo gott veður að sonur þurfti bara í skó og út. Enda var hann á hlaupum út og inn allann daginn.
Nú er hann kominn á eldri deild. Sá flutningur gekk vel fyrir sig, og er hann hæst ánægður með þetta - þið getið lesið um það á hans síðu - ég hef ekki verið alveg eins löt að blogga þar og hér.
Hann fékk nýtt reiðhjól í dag! Fyrsta reiðhjólið hans - og hann er afskaplega montinn með það. Appelsínugult - hans uppáhalds litur! Við fórum í dag á rólóinn hér á móti og hann hjólaði og hjólaði!!
Annars er ekki mikið um að vera hjá okkur. Mig langar út - mig langar til Amsterdam og til Rotterdam. Ótrúlegt að það sé að nálgast ár síðan Ragga mín flutti út! Sumarfrí í júlí og svo margt sem mann langar að gera en í augnablikinu þá verður það bara að bíða.
Ég er bara svo sátt við það sem er í dag og hamingjusöm yfir að sumarið sé finally að skríða í hlað.
Já ég bætti inn slatta af nýjum myndum á flikkrið okkar og einnig á jútúbbinu okkar :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli