já það er sko búið að vera slökun þessa helgi. Meikaði nú ekki í sundið reyndar en það er vel hægt að slaka á heima hjá sér líka.
Ég er ekki að kunna þetta að vera án barnsins míns, og finnst ég svo ein og tóm. En ég tek þær reyndu mömmur sem ég þekki trúanlegar um að þetta sé bara fyrst - strax næst þegar hann fer í burtu heila helgi þá verði það auðveldara. Ég hlakka bara ógurlega til að fá hann heim aftur. Hann hefur örugglega átt góða helgi og er vonandi sæll og glaður. - þá er ég ánægð.
Var nú reyndar að vinna í gær. Fór eftir vinnu, náði mér í ís og fór heim. Og haldiði ekki að ég hafi bara sofnað yfir Firefly - og svo var mín bara í lazy-boy stólnum - dottandi yfir imbanum í gærkveldi. Svaf svo til níu í morgun, og viti menn - nap attack kl ellefu til tólf. Ég held ég hafi ekki sofið svoan mikið síðan... ummm í mööööörg ár!
Ég er að horfa út um gluggann minn - á snúrur í blokkinni á móti. Sem væri ekki frásögufærandi nema allt á snúrunni er bleikt - nema einn eeeld rauður bolur... Makes u wonder...
Vona þið hafið átt góða helgi :)
1 ummæli:
Úps, rauður bolur hehe..
Skrifa ummæli