að vera til :o)
Við sonur áttum yndislega helgi. Fórum í sveitina strax á föstudag þar sem sonur minn var ákveðinn í að hitta afa sinn og ömmu strax.. Hálfur mánuður síðan hann hitti þau síðast. Honum finnst þetta heldur langur tími. Hann nýtur sín svo þarna hjá þeim. Út á pall með hjólið, í garðinn með gröfuna, svo fann hann forláta steypubíl í sandkassanum hans Hjartar sem fékk far í Birkihraunið. Já og "geimskipið" - sem er reyndar kafbátur ha ha - svo yndislegur!
Var að keyra á fjöll með pabba, afa og ömmu um helgina. Það var bara býsna gaman. Þau eru svo yndisleg lömbin og það er svo frískandi að sinna skepnunum og kúppla sig úr daglega lífinu og gera eitthvað allt annað en maður er vanur. Gabríel kíkti aðeins í húsin, en rollan hans er svo mikil rófa að hún stakk af niður á Belgjarbáru og ekki söguna meir - hún ætlaði sko ekki að fara eitthvað í hús og uppá fjall. Lamblaus og frjáls :o)
Þetta var svona ekta afslöppunnarhelgi. Sofnaði snemma bæði kvöldin, út frá bókinni minni, svaf til átta báða morgna og naut þess að vera í fríi. Mikið er ég farin að hlakka til að fara í sumarfrí.
Tók þá ákvörðun að fara í útilegu EJS 20-22 júní og hlakka til !! Og ég ákvað líka að taka Gabríel í heilar 5 vikur úr skólanum. Hann þarf svo á því að halda líka að fara í frí. Finn á honum - hann er þungur á morgnana vill vera heima og knúsa og kúra hjá mömmsu sinni.
Ragga mín er á landinu núna - og hlakka ég til að hitta hana þegar hún álpast á norðurlandið.. Sama Ragga sem ég fer til í viku í lok júlí. Það er bara yndislegt að hitta hana svona mikið !!!
Munið að brosa :o)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli