mánudagur, júní 02, 2008

Sex And the City

Pabba helgi.  Kvaddi Gabríel í skólanum á föstudagsmorgunn.  Hann ekki kátur, var ekkert til í að fara í skólann og að mamma væri að fara að vinna.  Heyrði argið í honum út í bíl.  En hann er fljótur að jafna sig.  Svo sótti pabbi hans hann og hann var virkilega hress þá heyrði ég:o)

Ég ákvað að nota tækifærið og dúllast um helgina - og þá meina ég dúllast út í ystu.  Keypti mér hillur, hallamál og steinbor í Byko.  Og mín setti upp hillur á föstudagskvöldið.  Fyrir bjór.  Lagði ekki í þetta með bjór.  Nógu erfitt var að fá kvikindin rétt. Pizza og föstudagsbíó.  Steinrotuð kl ellefu..

Vann á laugardag - ekkert að gera.  Sem betur fer síðasti laugardagur fyrir sumaropnun.  Svo enginn vinna laugardaga fram í ágúst. 

satcAnna mín kom seinnipartinn.  Védís mamma hennar, keyrði hana og við þrjár fengum okkur Ning's og hvítvín fyrir bíó, Védís var reyndar í kókinu.  En stefnan var tekin á Sex And the City.  Omg.. ég eeelska þessa þætti - og myndin ... já við erum búnar að bíða lengi eftir henni og biðin var sko þess virði - myndin er yndisleg! Ég hló svo mikið og já ég táraðist líka - ég ba ra viðurkenni það hér með.  Já ég mæli sko með henni!!

Védís sækir okkur og þá eru fleiri með í för og við höldum heim í meiri rauðvín og spjall.  þetta kvöld var yndislegt.  Það var svo gaman að tala saman og hlæja saman.  Þetta voru semst bræður Önnu líka og kona annars þeirra.  Ég hitti þá ekki oft en það er alltaf gaman að hitta þau öll.  Svo hress, einlæg og góðar sálir, er vel hægt að lýsa þeim.  Reyndar er öll fjölskylda Önnu þannig.  Þau eru öll svo indæl. 

Ég varð alveg endurnærð á sálinni eftir þetta kvöld.  Fékk mér reyndar miðnæturgöngu í bænum á eftir en það er saga fyrir lokuðum tjöldum :o)

Sunnudag svaf ég, fór í sund, verlsaði í Bónus, svaf meira, fór á Image056Glerártorg að skoða og versla, fékk drenginn minn heim, knúsaði hann, lékum okkur með þetta líka svakalega mótorhjól sem vinurinnn kom með heim (Toys'r'us opnaði hérna á Ak um helgina og minn græddi á því - á báðum vígstöðvum ha ha ha ) og fór svo að sofa. 

Vona að þið hafið átt góða helgi elskurnar. 

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

það er frábært að þú gast notið helgarinnar :)
Ég get alveg sagt þér að það var æði að hafa gullmolann þinn hér hjá okkur :)

Inga Hrund sagði...

Ég er líka búin að sjá Sex and the City og var mjög ánægð. Passaði bara tárin í sal fullum af menntaskólagellum. Ég hef þó alls ekki sama smekk á skóm og handtöskum og aðalsöguhetjan.

Nafnlaus sagði...

ha ha - nei ég get ekki sagt að minn stíll á skóm og handtöskum sé í sama anda og hjá vinkonu minni :o)