Og sá dagur er notaður til afslöppunnar. Sonur sefur, við erum búin að sofa mikið síðan á föstudaginn. Hann reyndar fór í sveitina á undan mér.
Ég fór á Dúndurfréttir á föstudagskvöldinu með yndislega fólkinu úr Reykjadal. Og skemmti mér svo vel. Þeir eru náttla bara snillingar þessir menn. Já það liggur við að maður keyri suður til að fara á tónleika með þeim. Ég hef ekki verið svo heppin að heyra í þeim síðan á Gamla Gauk á Stöng og þeir sem muna hvernig hann var eru flestir komnir yfir þrítugt...
Ég fór ekkert á djammið - var í engu djammstuði þannig. Hefði alveg getað farið - skemmtilegt fólk á vappi en rúmið mitt hafði betur. Og á laugardagskvöldið sofnaði ég klukkan átta með syninum og rumskaði um miðnætti til að pissa. Hélt áfram að sofa. Svaf til átta. Langt síðan ég hef verið svona hrikalega þreytt.
En í dag líður mér stórkostlega!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli