barnið fótbrotið og bíllinn straumlaus....
En allt fer vel. Góður nágranni á hrikalega flottum Jeep, breyttum, gaf súbba straum í morgun. Og Gabríel fór í skólann. Ég vona að hann geti skemmt sér þar í dag.
En helgin var þannig að á föstudag þá var meiriháttar skemmtilegt barnaafmæli hjá Jóhannesi vini Gabríels. Mömmur velkomnar líka og sátum við og spjölluðum á meðan drengir okkar og 2 stúlkur sem fengu að vera með líka, dunduðu sér við að rústa heimilinu. Og þó minn maður væri skríðandi um allt þá var hann ekkert að láta það hefta sig í neinu. Vinir hans eru svo góðir og hjálpsamir, jafnvel Jóhannes fær samúðuarverki og haltrar með Gabríel, hrikalega sætt. Og Gabríel skemmti sér vel.
Á laugardag þá vildi hann ekki enn stíga í fótinn og við förum uppá slysó kl 9. Þar er hann skoðaður miklu betur, þar sem hann vill ekki stíga í fótinn svona löngu eftir "snúning" á ökklanum hringdi viðvörunarbjöllum hjá læknunum. Hann var skoðaður alveg frá mjöðmum niður í tær, ekki sentímetri sem slapp undan skoðun. Og þá fannst svona þumlungi fyrir ofan ökkla, smá bólga og mjög viðkvæmur staður á fætinum. Bæklunarlæknir kallaður til og hann fer aftur yfir myndir og skoðar það sem hinn læknirinn fann og úrskurðar hann brotinn. Hann hafi séð þetta áður, reynslan segir honum að lítil brot geta leynst í vaxtalínum beina barna og erfitt eða ógerlegt sé að sjá það á myndum. Hann vildi ekki setja hann í gifs, taldi það óþarfi þar sem hann er að ná að sofa, leika sér, bera sig um og hlýfir fætinum alveg sjálfur. Það myndi bara hefta hann við að setja í gifs.
Svo við áttum bara rólega og notalega helgi eftir það. Hann fékk verðlaun fyrir að vera svo duglegur hjá lækninum. Leiftur bíl með pitstoppi - svaka flott dæmi. Hann er búinn að langa í það lengi lengi lengi. Alltaf vildi hann fara í búðina og skoða. Svo þar sem hann var svo duglegur þá auðvitað átti hann svo fyllilega skilið að fá eitthvað til að gleðja.
Ég slappaði vel af þessa helgi. Horfði á Despó í bólinu til hádegis í gær. Komin á þátt 15 - hrikalega spennó ! Og sonur hamingjusamur með dótið sitt og Bolt. (myndin Bolt) Ég náði mér í Pirates of the Caribbean safnið á föstudaginn og naut þess að horfa á þær. - Inneignir síðan um jól!! Fengum okkur bollur í gær. Reyndar voru krakkabollurnar kleinuhringir með nammi ofaná. Hann var ekkert mikið hrifinn. Ég hinsvegar fékk mér svo rauðvín og smá súkkulaði í tilefni konudagsins í gærkveldi eftir að sonur var sofnaður. Maður er kannski single en má samt ekki gleyma að dekra við sjálfa sig. Ef enginn annar er til að gefa manni blóm þá á maður að kaupa þau sjálfur. Aðeins að gleðja sálartetrið !
2 ummæli:
Það munaði auðvitað öllu að það var breyttur jeppi sem gaf þér start er það ekki hehe. Leiðinlegt að heyra með brotna fótinn. Svo ertu alger Despó svindlari, getur þú ekki bara beðið milli fimmtudaga eins og við download-heftu :D
/fliss ég hefði náttla átt að segja að gaurinn sem gaf startið hafi verið líka heldur sætur en fannst það ekki viðeigandi he he
Despó já - ég er hrikalegur svindlari enda er þessi sería bara skemmtileg!!
Guðrún KV
Skrifa ummæli