Alveg hreint dásamleg helgi að baki. Þegar ég sótti soninn á föstudag í skólann, ljómaði hann. Afi hans og amma voru í kaffi, var það sem komst að hjá honum. Hann var svo hrifinn af að hafa fengið þau í heimsókn að lítið annað komst að.
Við fórum upp í sveit. Alveg hreint snilld að vera komin uppeftir í björtu. Samanspil af lengri dagsbirtu og styttri vinnudegi. Kannski ekki styttri vinnudegi, hann færðist klukkutíma áfram. Byrja átta og hætti fjögur. Alveg snilld fyrir mig :)
jamm það var að vanda gott að komast í sveitina. Pabbi var búinn að græja sleðann sem er til í Belg. Hann hafði ekki verið hreyfður í langan tíma, var td ekkert ræstur í fyrra. Yamaha venture, 2001 módel, keyrður 120km... kannski eitthvað smá meira núna þar sem hann var vel notaður um helgina. Sonur minn alveg sjúkur núna. Hann fór fyrst með mér eina ferð uppá horn (á gangbrautinni) og aftur til baka. vildi þá hætta. Nema hann vildi fara uppí fjall, og afi hans sem greip í sleðann á eftir mér, fékk hann með sér, og Gabríel fór upp í fjall með afa sínum, og þá var vélsleðavírusinn kominn. Ég td fór á rúntinn aftur eftir hádegi, og þá vildi hann sko fara á rúntinn líka. Þetta er bara gaman!!
Horfðum á mótorhjólakeppnina á Mývatni. Var hrikalega gaman. Sylvía var reyndar ekki að keppa, en það var samt gaman að horfa á.
Við mamma fórum í lónið. Mikið afskaplega afslappandi er þetta. Notalegt, hlýtt og kósí. Mig jafnvel langaði í bjór, en nenni hreinlega ekki uppúr til að sækja hann. Fékk mér einn á meðan ég beið eftri mömmu. Svo gott veður, stillt og notalegt.
Ég finn hvað mér líður alltaf betur og betur þessa dagana. Ég finn að dagurinn er að lengjast. Ég höndla mjög illa allt þetta myrkur. Kuldann þoli ég bara hreinlega alls ekki. Sem betur fer kom þetta kuldakast núna en ekki október. Veit ekki hvernig ég hefði tæklað uppsögn, minni dagsbirtu og kulda allt í einu.. en hefði örugglega fundið einhvern ljósan punkt eins og ég er vön.
ANNA GEIRLAUG EKKI LESA NÆSTU SETNINGU - ég ætla að splæsa á mig ljósakorti. hlakka svo til að fá yl og ljós. Auk þess að þegar hættir að vera svona hrikalega kalt þá fer ég að synda aftur. hreinlega fæ mig ekki ofaní í 15 gráðu frosti...
í dag er heitt, svell úti, rigning (hreini bíllinn minn orðinn skítugur aftur) og sonur minn kemur heim í dag, alsæll og örugglega grútskítugur eftir útiveru.
Vona bara að snjórinn komi ekki aftur. Samt erfitt að vona það þar sem þá er ekki hægt að fara á sleða....
1 ummæli:
Það er alltaf jafngott að lesa bloggið þitt, ég er svo glöð að þér líður vel.
Ég er sammála þér varðandi snjóinn (en aðallega kuldann þó) að ég vil ekkert endilega fá hann til baka. Það jákvæða við hann þó yfir háveturinn er að það er ekki eins dimmt úti.
Mikið var ég glöð í morgun að það var farið að birta fyrir 9, skammdeginu er lokið, ja svona að mestu og fljótlega verður bjart fram á kvöld (vúhú).
kk
Solla
Skrifa ummæli