sunnudagur, september 09, 2007

Chris Cornell


og þá eru tónleikarnir búnir, og þvílík snilld þeir voru! Cornellinn er bara snilld, og þeir sem spila með honum eru snillingar. Þetta var ógleymanleg stund, sem var þess virði að bíða eftir. Þökk sé símatækni þá gat maður tekið myndir, vídeó, og horft á heima á eftir og upplifað tónleikana aftur. Þessa mynd tók ég. Einnig var ég með Dóuna mína í símanum á góðum stundum, þar sem hún var fjarri öllu gamni í Amsterdam. Anna var með Elvu í símanum líka - þar sem hún er í Danaveldinu.
~

Já alveg snilldarstund sem við áttum þarna og lifi á þessu lengi.

2 ummæli:

Dóa sagði...

En frábært! Ég var svo með ykkur í anda að mig dreymdi í nótt að ég væri á tónleikum!! En kannski hefur það bara sprottið fram af hreinni öfund! :o)

Samgleðst ykkur í rokkinu, og sennilega hefur Anna alltaf haft rétt fyrir sér - CORNELL RÚLAR!!

Sakna ykkar svoo!
Knús frá Amsterdam.

J?hanna sagði...

oh, þessir tónleikar voru BARA SNILLD!

Þvílík rödd.. hún bara er ekki af þessum heimi.

Gaman að hitta þig dúllan mín, vonandi hittumst við aðeins lengur næst :)