mánudagur, september 17, 2007

"Lambhúshetta"

oki - stafsetningarvilla í póstinum hér að neðan... og þegar ég gúgglaði "lambhúshetta" fæ ég þessa slóð upp : http://www.visindavefur.hi.is/svar.asp?id=5357 "Af hverju heitir lambhúshetta þessu nafni?"
Þar td stendur: "Önnur hetta svipuð venjulegu lambhúshettunni er mývatnshettan. Hún er þó að því leyti frábrugðin að hún er með hökustalli og breiðum kraga sem fellur niður á herðar og axlir og er þess vegna miklu skjólbetri. Mývatnshettan var notuð í Eyjafjarðar-, Þingeyjar- og Múlasýslum en lítið annars staðar."
- merkilegt....

3 ummæli:

J?hanna sagði...

Hehehe... auðvitað eiga mývetningar sitt eigið höfuðfat :D

Knús í kuldanum!

Dóa sagði...

Það er auðvitað ekki að spyrja að þeim mývetningunum .. þurfa vitanlega að vera frábrugðnir! :)

Ekki ólíklegt samt að þeir sem bjuggu í afdölum Svarfaðardals eigi líka sitt eigið höfuðfat.. eða hafi bara eignað sér höfuðfat annarra!!

Knús í rigningunni!

Guðrún K. sagði...

sennilegast það síðarnefnda :) hehe