mánudagur, september 17, 2007

eitthvað ....

týpískur mánudagur í fólki í dag. Fólk er frekt, úrillt, því er kallt, og það er blankt. Og þetta á allt við um mig líka. Hristi það af þegar ég hitti soninn eftir vinnu. Maður er barasta ekki sáttu á að það sé kominn vetur. Ekki haust, við fáum ekki haust hérna fyrir norðan, við sleppum haustinu, regninu, og fáum bara snjó, rok, frost og snjó. Meira að segja sonur fór í skóna sína í morgun sem hann hefur ekki viljað fara í; loðfóðraðir skór, nýjir sem afi hans gaf honum. En þegar kuldaboli bítur í bossann þá er sko ekki málið að fara í skóna, og það sem meira er - setja upp lambúshettan sett upp - sem hann vildi ekki fyrir sitt litla líf setja upp um daginn..

Engin ummæli: