sunnudagur, september 30, 2007

helgin búin.


já og hún var nú frekar tíðindasnauð. Plön breytast - getur alltaf komið fyrir. En allavega var ég að vinna á laugardaginn og Gabríel var hjá pabba sínum á meðan. Gekk held ég bara ágætlega nema sonur vildi ekki sofa. Hann var því þreyttur og í "nei" skapi þegar hann kom heim. Það var nákvæmlega ekkert að gera í vinnunni á laugardaginn.

Í dag vorum við vöknuð um átta og komin á ról. Hann naut þess að vera heima go horfa á Pingu.. Þar sem Tinkívinkí, Itchy, Lala og Pó eru ekki á rúv eða skjánum þá lætur hann sér nægja Pingu.

Fengum okkur bæði blund eftir hádegið. Vaknaði nokkrum sinnum í nótt við skemmtileg sms, svo var dulítið sybbin.

Fengum okkur rúnt í Jólahúsið eftir blundinn okkar. Ég nýt þess svo að fara þangað. Gabríel elskar staðinn, jólabarnið í okkur báðum ;) - hvern skyldi gruna það haha !! Hann meira að segja kyssir einn snjókallinn bless í kveðjuskyni þessi yndislegi strákur minn.

Svo er íbúðarmálum reddað í bili.. Pabbi þekkir mann sem er að missa leigjanda út núna mánaðarmót okt nóv :) og ég mun taka við þeirri íbúð :) hún er hér í lundunum líka sem betur fer - enda íbúð sem þýðir stærri en á sömu kjörum !! ég er svo sæl með þetta ! Ætla að skrá mig í Búseta á mánudaginn (morgun) en það gæti alveg eins verið löng bið á íbúð frá þeim. Svo ég tek enga sénsa með þessa hér.

Þannig helgin stutt en góð.

1 ummæli:

J?hanna sagði...

Frábært að húsnæðismálum er reddað!!

Knús á Gabríel jólastrák :*