laugardagur, september 29, 2007

laugardagar til leti ...??

ó nei ekki á mínu heimili. Sonur vaknaður á sínum venjulega tíma - milli sjö og átta. Samt merkielga rólegur á því, naut þess að hafa mömmsuna sína heima og kúra í mömmubóli, horfa á barnaefnið þar inni. Hann var á því að við myndum eyða deginum saman. En svo svo sá hann mig fara í sturtu og gera mig klára eins og á virkum degi. Þá kom í honum "ligggikki skólann" (vil ekki skólann) ég fór að skýra út fyrir honum að ég færi að vinna en hann myndi hitta pabba sinn á meðan. Hann fór þá að tala um að fara í bílinn, fara til afa og ömmu, fara í sund. Hann vildi eiga mig í dag. En þegar ég fór að skýra betur fyrir honum þetta með vinnuna og pabba hans þá varð hann sáttur, og fór að taka til fullt af bílum til að hafa með. Þá byrjaði ballið með að skýra út fyrir honum að hann færi ekki alveg strax.. þyrfti að bíða - en svona litlir menn geta ekki beðið.. Fór ég með hann inn í eldhús og sýndi honum klukkuna. (hann er þegar byrjaður að benda á klukkuna og spyrja "hvað er klukkan mamma" )
Ok ég benti honum á litla vísirinn og sagði honum að þegar hann yrði kominn á töluna 10 og bendi á 10 þá myndum við fara. (klukkan var 9)
Svo kom hann alltaf reglulega og kíkti áklukkuna til að sjá hvar vísirinn væri... mikið gaman að þessum snillingi mínum :)
Allavega hann er með pabba sinum í dag og vona að hann njóti þess.

Engin ummæli: