það er strax kominn miðvikudagur. Áður en ég veit af þá er kominn fimmtudagur og sonur minn fer til pabba síns á morgun. Hann er að fara með þeím í fermingu Atla Freys, bróður Gabríels. Þetta á eftri að vera virkilega gaman fyrir hann og erum við td á eftir að fara og finna heyrnatól á mp3 spilarann sem við grófum upp saman í gær. Hann getur hlustað á Disney sögurnar sínar þá á leiðinni og í flugvélinni ef honum finnst of mikill hávaði :o) Ég er að stressa mig aðeins, veður og færð. En það þýðir ekkert ég veit ég veit. Hann er voða spenntur, bara gaman að því og ég vona að hann njóti þess að eiga svona spes helgi með pabba sínum.
En hérna norðan heiða er vetrarríki algjört! Og það snjóar stanslaust! Mér finnst þetta orðið alveg ágætt! En þó samt sér maður kostina eins og td að það er alltaf nóg af aðkomufólki hérna sem sækir í fjallið sem þýðir að það er eitthvað að gera hjá veitinga og þjónustuaðilum hérna og það er alltaf kostur. Auk þess sem það verður hægt að fara á sleða um páskana, og jafnvel leigi ég skíði handa okkur Gabríel til að renna okkur á yfir páska :) Og Andrésar Andar leikarnir verða örugglega á sínum stað!
Sumir sybbnir eftir daginn og sofna reglulega bara á þeirri stuttu ferð frá skólanum og heim:)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli