mánudagur, apríl 20, 2009

Kaldbaksferð

Alveg snilldar helgi að baki.  Sonur fór til pabba síns á föstudaginn.  Gabríel er alltaf jafn hress og kátur þessi elska. Það var skipulögð Kaldbaksferð á vegum starfsmannafélagsins hjá Rarik og Orkusölunni hérna á norðurlandi.  Ég bauð systur minni að koma.  Gabríel varð heldur fúll þegar ég sagði honum að við ætluðum að fara saman á laugardag.  Hann vildi sko fara með.  Var ekki alveg að skilja að ég geri hluti án hans þegar hann er ekki heima.  Honum allavega fannst þetta ekkert sniðugt að Þórhalla frænka hans kæmi í heimsókn og hann myndi missa af því. 

En allavega – Kaldbaksferðin var alveg hreint frábær.  Fengum yndislegt veður.  Frábært útsýni.  Fórum upp með troðaranum.  Skrifuðum í gestabókina á toppnum.  Tók fullt fullt af myndum.  Þórhalla skíðaði svo niður með hinu skíðafólkinu.  Ég fór niður bröttustu efstu brekkuna með troðaranum en fór svo fyrri helming (að kaffipásustaðinum) á þoturassi.    Nema hvað að þoturassinn vildi bara ekki vera undir mínum rassi þannig að góðan hluta leiðarinnar var ég bara á rassinum, gólandi , veifandi rauðum þoturassi og gat hreinlega ekki stoppað mig – hrikalega gaman. 

Þórhalla systir sýndi snilldar takta á skíðunum og fór 7km á skíðum niður Kaldbak! Reyndar var færið neðst orðið heldur erfitt og skíðafólkið orðið lúið en allir voru brosandi !

En ég tók troðarann niður seinni helming fjallsins. Ég er búin að setja inn myndir : Kaldbakur 18.04.09.

Svo var farið út að borða um kvöldið á Bellunni.  Maturinn var ljúffengur.  Og skemmtilegt að spjalla við nýju vinnufélagana mína undir öðrum kringumstæðum en í vinnunni.  Gaman að kynnast fólkinu. 

DSC05534

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá, þetta hefur verið geggjað :) stórkostlegt veður og útsýni :)
Eikin

Inga Hrund sagði...

Ég er búin að skoða myndirnar og sé að þetta hefur verið frábært :)