þriðjudagur, apríl 14, 2009

Snilldar páskafrí

Jámm átti alveg yndislegt frí i sveitinni.  Lék við soninn, grét og dansaði af gleði við fréttir af frumburði vinkonu minnar, las bók, borðaði súkkulaði, fór í fjárhús, fór á tónleika, sonur fór á skíði, var inni i snjókomu, gaf litlu fuglunum, fór í lónið … svo eitthvað sé nefnt.

í dag er enn snjókoma, er ekkert kát með það.

á morgun fer ég til Reykjavíkur í einn dag.  Hlakka til að brjóta aðeins upp tilveruna.  Flýg suður í fyrramálið, flýg heim aftur um 18 á morgun.  Sonur verður hjá pabba sínum á meðan. 

Hérna eru þeir Gabríel og afi hans að opna eggið sem Gabríel gaf afa sínum því egg afa hans var brotið og þeim stutta fannst það ekkert smá sorglegt að egg afa hans hafi brotnað:

gah_afi
Páskamyndir má finna hérna: Páskar 2009

Engin ummæli: