þriðjudagur, apríl 28, 2009

sumarið komið

já ég ætla bara að leyfa mér að hugsa að sumarið sé komið.  Ef það kemur slydda þá ignora ég hana og hún verður ekki til!

Ég kaus, og útkoman var eins og maður bjóst við.  Nú er bara að sjá hvað gerist. 

Mig langar til Amsterdam  Anna og Dóa eru svo heppnar að komast á U2 í júlí, en það er akkúrat dagur sem er ekki fræðilegur fyrir mig að komast; 20 júli og mánudagur í þokkabót.. fyrsti dagur eftir sumarfrí hjá mér.. Það tók nú ekkert lítið á að komast að niðurstöðu með sumarfríið því sú sem ég vinn með og maðurinn hennar eru líka bundin af vinnufélaga hans og opnun verslunnar.. En ég væri samt bara ánægð ef ég kæmist til Dóu, þarf ekkert að fara á tónleika.  Svo ef einhver dettur um ódýra miða, gefins miða eða vill vera ógurlega góður við mig og gefa/lána mér miða til Amsterdam þá endilega commenta hérna með símanúmeri. 

Tala nú ekki um að vinkona mín í Rotterdam, hún Ragga elskuleg átti sitt fyrsta barn 10 apríl… og sú stutta fékk hið fallega nafn Svava.  Og ég er með hugann þar alla daga og skoða myndir látlaust (nema í vinnunin því ég get ekki opnað þær hérna – skrýtið) Og mig langar svo að fara þangað og knúsa litlu dúlluna..

Engin ummæli: