Það er föstudagur í dag og allan dag og sólin skín og einstaklega gaman að vera til í dag.
Mamma og pabbi komu áðan og buðu mér í hádegismat. Alltaf jafn notalegt að eiga smá stund með þeim.
Er farin að hlakka mikið til að hitta Önnu mína á morgun og alla sem verða þar að gleðjast saman með Eurovison sem afsökun á óhóflegu mataræði og drykkju :o)
Svo í sólinni í dag kom þessi mynd af mér í Vikudegi sem er bæjar blað Akureyrar. Nemendur Lundaskóla droppuðu hérna inn í vikunni og voru í starfskynningu – spurningin var um úrslit KA og Þórs í dag:
nota bene – ég veit varla hvað snýr fram eða aftur á fótboltavelli og skýri þar af leiðandi ekki mál mitt (ha ha ha ha ) !!
Góða helgi og góða skemmtun á Eurovision!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli