fimmtudagur, maí 14, 2009

Sólríkur dagur

vá hvað ég elska að byrja daginn á að sjá sólina skína inn um gluggann, sjá hitastigið á mælinum og heyra son minn segja “mamma það kemur sól inn til mín!” svaka kátur. 

Að geta farið í quart buxur, hlýrabol og smá létta peysu utanyfir og berfætt í opna skó… dásamlegt.  

sett í sig linsur því pottþétt þarf að notast við sólgleraugu í dag…

Sonur vandar valið á hvaða stuttermaboli hann ætli nú í – það er mikilvæg ákvörðurn þar sem hann hlakkar svo til að geta farið út bara á bolnum, engin peysa þörf.  - vildi líka fara í stuttbuxum en ég náði að sannfæra hann að síðbuxur væri betri kostur þar sem meiddi á hnjám væru algeng þegar menn léku sér bara á stuttubuxunum í skólanum. 

Sólardýrkandinn ég iða hérna inni á skrifstofunni og stari út um gluggana..

flowers

Engin ummæli: