…. en hver er að telja …?
ég er ekkert búin að plana neitt í þessu fríi mínu, nema bar slappa af og fara í útilegur með syni mínum. Ég tek 3 vikur sjálf, á ekki meira – á ekki einu sinni 3 vikur. Ætla að njóta þeirra með syni mínum. hann fer auðvitað eitthvað til pabba hans, við erum eitthvað búin að reyna að möndla tímann en ekkert orðið ákveðið þannig.
Það er allavega ljóst að ekki eru peningar fyrir Hollandsferð þetta árið. Ég lét mig dreyma í fyrra að fara í ferð til US og vera viðstödd brúðkaup Jeannie sem er í September. En sé ekki frammá að það gerist heldur. Enda var sá draumur skotinn niður í október 2008 þegar allt fór fjandans til og gengið fór uppúr öllu og allt varð dýrt hérna heima. En eins og alltaf þakkar maður fyrir að eiga fyrir reikningum og eiga pening út mánuðinn, og það mikilvægast af öllu; að hafa vinnu.
Næsta helgi verður skemmtileg. Er smá hugsun í gangi að bjórast aðeins með vinkonum mínum hérna á eyrinni á föstudagskvöldinu og svo er það FELLLSHÍÐ á laugardag í mega pjúra hrikalegt EUROVISION PARTYYYY með öllu tilheyrandi!! Mikið hlakka ég til að hitta Önnu mína, Hermann og Blíðu sætasta hund í heimi!
Náttbuxur verða með í för ha ha ha !!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli