þriðjudagur, september 18, 2007

sokkabuxur

jamm - í morgun tróð ég litla barninu mínu í sokkabuxur - húfu og alles klar.. stigum út í bíl og vá - á vegg!! 7 stiga hiti úti!
Sit í vinnunni, gott veður, sól smá vindur. Kaffibrennslulyktin læðist inn hjá okkur. Minnir mig svo á þegar maður var lítill og kom í bæjarferð með mömmu og pabba. Man hvað mér fannst frábært að koma hingað og finna lyktina. Spes lykt hérna. Eins og New York er með spes lykt og Washington DC líka
- mér finnst ekki góð lykt í Reykjavík...
Í gamla daga komum við mamma með rútu til Ak fyrir jólin. Verslunnarleiðangur. Dagsferð. Man hvað mér fannst þetta frábærir dagar. Man þegar mamma keypti handa mér bláa dúnúlpu - fékk ekki Millet, en þessi var alveg eins góð. Og í sömu ferð gaf mamma mér Madonnuplötuna "who's that girl" vá ég man hvað ég fannst ég vera heppin.
- hef alltaf átt yndslegustu foreldra í heimi! Vonandi næ ég að skapa sömu eða samskonar minningar hjá syni mínum....

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú munnt örugglega gera eitthvað svipað...mæli samt ekki með Madonnuplötunni...hehe

Nafnlaus sagði...

Held að kaffibrennslulyktin sé fastbrennd í undirmeðvitund allra eyrarpúka - persónulega var ég nú samt allta hrifnari af lyktinni frá Linduverksmiðjunni... ;o)
Kannski fíknin í kaffi og súkkulaði hafi byrjað í nösunum á manni í barnæsku?!?

Inga Hrund sagði...

Vá ég man þegar Madonna var best í heimi :)
http://www.amazon.com/Whos-That-Girl-Original-Soundtrack/dp/B000002LCD
Þessi plata kom út 1987