miðvikudagur, apríl 09, 2008

Enn heima

jámm - við erum enn heima.  Vona að hann nái þessum hita úr sér svo hann komist í skólann á morgun.   Hann er núna frekar hress, búinn að borða skúffuköku sem við bökuðum.  Máluðum nokkrar vatnslitamyndir.  Hann svaf líka í já 3 tíma eftir hádegið blessaður.  Hann verður í passi um helgina - en bara á laugardaginn þar sem ég fer svo uppeftir strax eftir vinnu :)

Hann hefur ekkert heyrt í pabba sínum - finnst það svolítið furðulegt miðað við hve áhugasamur hann vill og virðist vera og lofaði öllu um að bjalla eitthvað í hann en ekkert heyrist.  Ég er ekki að pirra mig á þessu - bara furðulegt - því áhuginn á honum var mikill áður en hann fór.  Hulda hefur haft samband en ekki hann. 

Það snjóar.  Það var sossum auðvitað - kom hlýja og snjór fór að fara þegar fer að slydda aftur - auðvitað ! Hefði alveg mátt segja mér það.

Kannski ég fari bara undir sæng með Gabríel, það er svona undirtepppikakóbollaveður....

þar til næst klæðið ykkur vel og ekki geyma að láta fólk vita að ykkur þyki vænt um það.  Það gæti orðið of seint.

Engin ummæli: