miðvikudagur, apríl 23, 2008

Síðasti vetrardagur

yessss - finally!! Eins og þið eruð búin að komast að þá er ég ekki vetrarins biggest fan.  Hugsa við ráðumst á laugina kl 8 á morgun (þegar við vöknum) og brennum í sveitina og njótum veðurblíðunnar sem spáð var áðan hjá mömmu og pabba.  Það mun fyllast bærinn af fólki hérna vegna Andrésar Andarleikanna svo það verður fínt að sleppa í burtu úr traffíkinni :)

Annars er ekki mikið að frétta.  Maður er orðinn soldið sætur og útitekinn á sundinu.  Er búin að ná að fara alla sólarmorgnana og synda, og á mánudaginn þá synti ég hálfan kílómeter á 15 mín.. ég varla trúði því að þolið mitt væri svo fljótt að koma.  Svo ég testaði mig í gær - hálfur km á tíu mínútum.. og aftur í dag... þetta er snilld! Og jú ég finn mikinn mun á að vera reyklaus! Þetta er bara æði.  Enda fjárfesti ég í hálfs árs korti - já eða varasjóður VR - á víst nóg af pening þar til þessa hluta !!

Jámm - þetta allt er bara snilld!!!

Eigið góðan dag á morgun elskurnar - Gleðilegt sumar!!

Engin ummæli: