fimmtudagur, apríl 24, 2008

Gleðilegt sumar!!!

já gleðilegt sumar elskurnar mínar og takk fyrir veturinn!!

Dagurinn í dag var snilldar dagur!  Við sonur vöknuðum á okkar tíma um sjö og skomberuðum í sund kl átta ! við ógó dugleg.  Hann í rennibrautinni og að hoppa út í laugina.  Þess má geta að hann er svo duglegur í sundi að hann getur svamlað að bakkanum og komist upp sjálfur. Óhræddur og duglegur.  

Við komum við á N1 í bensín og ís.  Brunuðum svo í sveitasæluna til mömmu og pabba.  Þar var hiti og gott veður.  Gabríel hafði hamast í meira en klst í sundi svo hann dottaði á leiðinni. 

Þar hamaðist hann meir.  Td hjálpaði hann afa sínum að moka snjórestir af pallinum og fékk að smúla með slöngunni.  Við mamma fórum og tékkuðum á hlutunum þegar við heyrðum afa hans segja "ekki sprauta á mig" - þá hafði Gabríel skrúfað bara meira frá vatninu og sprautað á allt í kringum sig - voða sæll með þetta.  Svo heyrðist í honum "mamma mín - ég er blautur" .  Og já - það var ekki þurr þráður á barninu og hann eitt stórt bros. 

Þetta var galli no eitt.  Galli no tvö fór svo í drullupollinum þegar við fórum út að labba með Herkúles.  Þá fór hann svo uppfyrir stígvélin að það mátti setja allt á ofn. 

Við vorum svo í heljarins grillveislu hjá þeim í sveitinni - agalega gott.  Gabríel tók vel til matar síns að vanda - og steinrotaðist á leiðinni heim. 

Jámm góður sumardagur í dag - og þess má geta að ég heyrði í gauknum í fyrsta skipti í ár í dag og hann var í suðri :o)

Eigið gott sumar !

Engin ummæli: