laugardagur, apríl 19, 2008

Yndislegir dagar

jámm það er snilldar veður og búið að vera snilldar veður.  Var í fríi eftir hádegi í gær þar sem skólinn var lokaður eftir hád.  Og við sonur skomberuðum í sveitina í dekkjaskiptingu á súbbanum. Fórum í lónið líka og það var bara gaman.  Nutum þess að vera bara tvö saman og ég fann hve hann þarfnaðist að fá að vera bara með mér.  Hann buslaði og hljóp um og naut þess að geta svamlað í grunnu vatninu.  Með mótorhjólin auðvitað og þau fengu að keyra um heita pottinn.  Við eigum eftir að búa þarna í sumar.  Ætla að kaupa mér kort í lónið í sumarfríinu mínu.  Þetta er yndislegt!

Á fimmtudag grilluðum við.  Þreif grillið og fíraði upp og eins og það hefði ekki verið í vetrardvala heldur blossaði upp hitinn og pylsurnar voru hrikalega góðar! Þetta var svona spur of the moment svo ég hafði ekki fjárfest í neinu spes til að grilla. Þannig þar sem ég er ein heima í mat í kvöld var ég að spá í að grilla mér eitthvað gott.  Sonur er hjá pabba sínum og verður þar í mat í kvöld. 

Fer sennilegast að líða að því að hann fari að gista þar.  Það verður skrýtið að hann gisti annars staðar en hjá mér eða afa sínum og ömmu.  En hann á eftir að skemmta sér vel að gista þar líka efa ég ekki.  Ekki í kvöld en fljótlega.   Það verður rosalega skrýtið að vera allt í einu ein heila helgi, hef hugsað mikið um það og þetta er náttla eitthvað sem mun gerast og fer að gerast.  Litla mömmu hjartað mitt er að undirbúa sig undir þetta.  Mamma og pabbi er alltaf tilbúin til að passa en maður vill ekki misnota það og ég bið aldrei um heilar helgar nema þegar eitthvað mikið liggur við - útskriftir, árshátíðir og solleis.  

Þegar hann fer að fara heilar helgar til pabba síns reglulega þá get ég farið meira út og kynnst fólki, átt tíma fyrir mig.  Hljóma ég sjálfselsk? Megið ekki misskilja sonur minn er mér allt. Og ég tek hann og tíma með honum fram yfir allt annað og alla.

Ó vell - ætla að skombera í sund í þessu rjómablíðuveðri!

Eigið góða helgi elskurnar mínar!

Engin ummæli: