sunnudagur, apríl 06, 2008

Sunnudagur til sófa

hæ :) það er helgi og ég nenni ekki að gera neitt í dag.  Var að vinna í gær og mín yndislega frænka Sylvía var með Gabriel á meðan.  Hann svaka sæll með þetta.   Hefur reyndar spurt um að fara í sveitina í dag en ég sagði honum að við myndum bara njóta þess að vera heima.  Hann mundi fara í sveitina næstu helgi og þá yrði hann þar alla helgina án mín.  Jámms árshátíðin er bara næstu helgi.. þetta er agalega fljótt að líða.  Verð á hóteli báðar nætur.  Ákvað að splæsa því á mig þar sem ég kem ekki til með að gera þetta á næstunni aftur og hugsa að sumarfríið verði einmitt svipað og í fyrra; hótel mamma. 

Var já að vinna í gær, og ætla að vera róleg í dag.  Er  með hangikjöt í potti, og það er leti í okkur báðum.  Gabríel svo ánægður með að vera heima í dótinu sínu, trallar og syngur, leikur sér og búinn að búa til undraheim með bílunum sínum og kubbunum.  Sá stutti var mjög sáttur við að vera hjá Sylvíu í gær, og að vakna í morgun og byrja að leika sér.  Hann sefur með alla kubbabílana uppí - og ég heyri þegar hann byrjar a leika sér um leið og hann vaknar.  Hann var hrikalegur flækjufótur seinnipartinn í gær.  Og ég kyssti á ófá bátt í gær.  Eftir eitt báttið heyri ég hann tauta inni í stofu við goggann sinn "sko þegar ég fæ bátt kyssir sko mamma mín á báttið og þá er sko allt búið"   - já þessir mömmukossar eru heimsins bestu plástrar.

Eigið góðan dag í dag!

Engin ummæli: